Sumarleyfi og breytingar á stundatöflum næsta skólaárs

Starfsmenn Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri eru komir í sumarleyfi. Skrifstofa skólans opnar þriðjudaginn 3. ágúst. Símenntunardagar kennara hefjast 11. ágúst og starfsdagar hefjast 16. ágúst. Skólasetning verður þriðjudaginn 24. ágúst.

Á næsta skólaári verða gerðar breytingar á stundatöflum á yngsta stigi frá stundatöflu síðastliðins skólaárs. Nemendur yngsta stigs munu ljúka skóladegi kl. 13:15 daglega í stað 13:55. Þetta er gert til þess að nemendur njóti betra aðgengis að tómstunda- og frístundastarfi Sveitarfélagsins  Árborgar en frístundaheimilið Stjörnusteinar á Stokkseyri mun hefja starfsemi sína  daglega kl. 13:15. Þeim nemendum frá Eyrarbakka sem ekki munu sækja frístundaheimilið verður boðið upp á heimakstur að skóladegi loknum.