Frábærir vordagar í BES

Vordagarnir í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri voru bæði fjölbreyttir og skemmtilegir. Margt fróðlegt og skemmtilegt var brallað, nemendaferð var farin á Þingvelli, Alviðra heimsótt, sund á Borg í Grímsnesi, hjólreiðaferðir farnar, umhverfisdagur með ruslatínslu, kayaksigling, íþrótta- og leikjadagur og svo fór Járkrakkinn fram í þriðja sinn. Járkrakkinn er þríþraut þar sem þriggja manna lið skiptist á að synda, hjóla og hlaupa. Skemmst er frá því að segja að lið skipað Elínu, Vésteini og Sigurgeiri sigraði í ár nýjum heimsmetstíma – 37 mínútum og 58 sekúndum! Glæsilegur árangur og frábær endir á einstöku skólaári.