Tónleikarnir 21. október!

Fjáröflunar- og súputónleikar BES verða haldnir sunnudaginn 21. október í sal skólans á Stokkseyri. Atburðurinn hefst kl. 12.00. Tilgangur tónleikanna er tvíþættur. Að safna fyrir ábreiðu yfir flygilinn okkar og fleira sem honum tengist og einnig að sjá okkar frábæru nemendur bæðiu núverandi og fyrrverandi spila og syngja. Einnig koma fram foreldrar og starsmenn. Þetta verður frábær skemmtun með söng, tónleikum og súpu!