Nemendur Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri eru sannkallaði lestarhestar því annað árið í röð náðist stórglæsilegur árangur í keppninni Allir lesa. Yngsta stig og miðstig Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri tóku þátt í allirlesa.is þriðja árið í röð en stigin voru skráð í opinn flokk, fjöldi 30-50 manns. Í fyrra vann miðstigið en í ár var það yngsta stigið sem vann og miðstigið var í öðru sæti. 7.-10. bekkur tóku líka þátt og var hver bekkur skráður sem lið í opnum flokki fjöldi 10-29 manns. Sjöan – Bes- 2017 var í 8. sæti Nían – Bes var í 9.sæti og Tían – Bes var í 19. sæti.
Hægt var að taka þátt í einstaklingskeppni og voru nokkrir nemendur í 7. – 10. bekk sem skráðu sig í hana. Eini karlkyns lesarinn sem náði inn á topp 10 listann var Símon Gestur Ragnarsson í 10.bekk með 195 klst. Inni á topp 50 listann áttum við því þrjá nemendur því þangað inn náðu líka Sunna M. Kjartansdóttir Lubecki, með 123,8 klst. og Tanja Rut Ragnarsdóttir, með 106,1 klst.
Þess má geta að skólar á Suðurlandi urðu í fyrstu þremur sætum í opnum flokki 30-50 manns í landsleiknum allirlesa.is
- sæti Yngsta stigið í BES – 23.5 klst.
- sæti Miðstigið í BES – 20.9 klst.
- Sæti Fjölbrautarskóli Suðurlands – 10.2 klst.
Hér má sjá frétt um sigurinn á sarpi RÚV, fréttin um BES hefst eftir 2 mínútur og 52 sekúndur:
http://www.ruv.is/sarpurinn/ruv/krakkafrettir/20170302