Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar fór fram á Eyrarbakka þriðjudaginn 15. mars 2022. Nemendur 7. bekkjar spreyttu sig á lestri texta og ljóðaflutningi en nemendur 6. bekkjar voru sérstakir gestir ásamt foreldrum. Einn nemandi þurfti að lesa í gegnum fjarfundabúnað þar sem hann var veikur heima og vildi ekki missa af keppninni. Dómnendin var gríðarlega öflug, skipuð þeim Magnúsi J. Magnússyni fyrrverandi skólastjóra, Valgeiri Inga Ólafssyni fyrverandi kennara og Rögnu Berg kennara.
Sigurvegari var Logi, í öðru sæti var Elín, í þriðja sæti var Ísold og Björn varamaður. Þau verða fulltrúar BES í Stóru upplestrarkeppninni sem fram fer í Barnaskólanum fimmtudagin 24. mars næstkomandi. Til hamingju með ykkur 7. bekkur !