Stefnt er að því að hafa íþróttakennslu úti fyrstu þrjár vikurnar í haust ef veður leyfir. Æskilegt er að börnin komi í liprum klæðnaði og skóm sem henta í hlaup og leiki þá daga sem þau fara í íþróttir. Ekki er gert ráð fyrir að börnin fari í sturtu eftir útiíþróttatíma.
