Útivistardagur BES og haustþing kennara

Fimmtudaginn 3. október er útivistardagurinn 2013.  Að þessu sinni verður hann haldinn á Stokkseyri.  Allir Stokkseyringar koma í skólann á Stokkseyri og Eyrbekkingar taka rútuna frá Eyrarbakka sem fer hringinn á Eyrarbakka og fer rútan frá skólanum kl. 8:15

Eins og nafn dagsins gefur til kynna verða nemendur úti og eru þeir beðnir að klæða sig miðað við veður.  Ekki þarf að taka skóladót með sér þennan dag en þeir sem eru vanir að hafa með sér nesti gera það. 

Skólahaldi lýkur þennan dag kl. 13:15 hjá öllum bekkjum.  Fara þá allir heim og mæta aftur samkv. stundaskrá mánudaginn 7. okt.

 

Haustþing kennara 2013

 

Hið árlega haustþing kennara verður haldið á Hvolsvelli fimmtudaginn 3.  og föstudaginn 4. október. 

Vegna þessa verða eftirtaldar breytingar gerðar á kennslu nemenda:

Fimmtudaginn 3. október lýkur skólastarfi kl. 13:15

Föstudaginn 4. október fellur kennsla niður vegna haustþingsins.

 

Skólavistin verður opin frá kl. 7:45 – 17:00 fyrir þau börn sem eru skráð í skólavistun.

Bestu kveðjur

Skólastjóri og starfsfólk BES