Miðvikudaginn 26. september verður útivistardagurinn á BES. Hann verður að þessu sinni á Stokkseyri. Hann hefst 08.15 á Eyrarbakka og Stokkseyri þar sem nemendur mæta í sínar heimastofur og vinna þar í Olweusarverkefni til 9:25. Nemendur á Eyrarbakka og Stokkseyri fá stuttan fyrirlestur um góð samskipti í heimi íþróttanna. Um kl. 10.00 fara 7. – 10. bekkur á Stokkseyri og hitta þar 1 – 6. bekkinga og síðan verða nemendur við leik á 10 mismunandi stöðvum í kringum skólann á Stokkseyri. Starfsdeginum lýkur kl. 13.15 og fara þá allir nemendur heim.
Viljum við benda á að nemendur klæði sig vel eftir veðri.
Starfsmenn BES