VEGLEG MÁLVERKAGJÖF

Góðir gestir komu færandi hendi í húsnæði skólans á Stoksseyri sl. fimmtudag. Það voru þeir bræður Hinrik Bjarnason og Sigurður Bjarnason sem komu og gáfu skólanum  málverk eftuir Gunnar S. Gestsson í minningu foreldra sinna Þuríðar Guðjónsdóttur og Bjarna Sigurðurssonar frá Ranakoti. Málverkið ber nafnið Fjaran ogsýnir fjöruna í vesturátt með bryggjuna á Stokkseyri í forgrunni. Tekið var á móti gjöfinni að viðstöddum nemendum og kennurum skólans og þakkaði skólastjórinn Magnús J. Magnússon kærlega fyrir þá virðingu sem skólanum er sýndur með þessari gjöf. Gunnar S. gestsson hefði orðið hundrað ára 12. október sl.