BES í Skólahreysti, söngvarakeppni Samfés og Skjálftanum

Nemendur Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri hafa verið iðnir síðustu daga við allskyns þáttöku í hinum ýmsu viðburðum. Elín Karlsdóttir, nemandi í 10. bekk  Barnaskólans, tók þátt í söngvakeppni Samfés en hún sigraði forkeppni Zelsíuz fyrr í vetur. Lið BES tók svo þátt í Skólahreysti í gær og náði þeim árangri að verða í 6. sæti af 12 liðum. Laugardaginn 15. maí mun svo hópur af unglingastigi taka þátt í Skjálftanum sem fram fer í Þorlákshöfn.

Skjálftinn er litla systkin Skrekks,  Skrekkur er þekktur í Reykjavík en nú hafa Sunnlendingar eignast sinn ,,Skjálfta“.  Um er að ræða hæfileikakeppni grunnskólanna í Árnessýslu . Engu er til sparað og mun keppnin fara fram í Þorlákshöfn nk. helgi. Sjá nánar á heimasíðu Skjálftans, www.skjalftinn.is .  Laugardaginn 15. maí fer hópur af unglingastigi til Þorlákshafnar og flytur atriðið sitt. UngRúv verður á staðnum til að taka það upp. Öll atriðin verða síðan aðgengileg á www.ungruv.is sunnudaginn 16. maí.

Hægt er að sjá upptökur af Skólahreysti og Samfés á þessum slóðum sem hér er að finna:

https://www.ruv.is/ungruv/spila/songkeppni-samfes-2021/31716/9eeui1

https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/skolahreysti/30829/9608ek