Verkefnadagur, viðtalsdagur og vetrarfrí

Þriðjudaginn 23. febrúar er verkefnadagur kennara í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri, nemendur eru í leyfi þann dag. Miðvikudaginn 24. febrúar er viðtalsdagur á Stokkseyri þar sem nemendur og foreldrar funda með umsjónarkennara um sína námsstöðu. Fimmtudaginn 25. og föstudaginn 26. febrúar er svo vetrarfrí. Skólavistin Stjörnusteinar er opin sem hér segir:

Þriðjudag kl. 07:45-16:30

Miðvikudag kl. 07:45-16:30

Stjörnusteinar eru lokaðir fimmtudag og föstudag. Skóli hefst samkvæmt stundarskrá mánudaginn 29. febrúar.

Stjórnendur