Vorskólanemendur mæta í BES

Vorskóladagar í BES

Það voru hressir og kátir krakkar sem mættu í sína fyrstu kennslustund í grunnskóla í morgun, en þá komu sex ára börnin frá Brimveri og Æsukoti í sinn vorskóla. Kolbrún Hulda Tryggvadóttir kennari tók á móti þeim, en húnverður þeirra umsjónarkennari næsta vetur. Á sama tíma fóru nemendur 6. bekkjar í heimsókn á Eyrarbakka til að skoða aðstæður þar og undirbúa veru sína þar næsta vetur.