Vortiltekt

Tökum saman höndum og tökum til…..
Á morgun, föstudag 6. maí ætla allir nemendur og starfsmenn skólans að drífa sig út og taka þátt í umhverfisátaki samfélagsins á Eyrarbakka og Stokkseyri. Við ætlum að leggja upp frá….
skólanum, vopnuð svörtum ruslapokum kl. 12:20 og tína rusl á svæðinu til kl. 13:20. Á eftir verður smáglaðningur í boði.

Af þessum sökum gæti orðið óveruleg seinkun á heimkomu nemenda.

Foreldrar/forráðamenn og aðrir íbúar eru eindregið hvattir til að slást í för með okkur og taka til í þorpunum okkar fögru fyrir sumarið.