Fimmtudaginn 17. mars voru veittar viðurkenningar fyrir lestrarátakið „Allir lesa“ í Barnaskólanum á Stokkseyri. Hafdís Sigurjónsdóttir skólabókavörður skólabókasafnsins veitti veglegri bókagjöf viðtöku fyrir hönd skólans af þessu tilefni frá www.allirlesa.is. Nú hafa 18 nýjar bækur bæst við safnið og má með sanni segja að þær hafi komist í góðar hendur. Nemendur á miðstigi sigruðu í flokki liða með 30–50 liðsmenn og lásu keppendur að meðaltali í 1 sólarhring, 11 klukkustundir og 6 mínútur. Yngsta stig Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri var í 4. sæti í sama flokki.