112 dagurinn er í dag!

112-dagurinn er haldinn um allt land í dag og er sjónum að þessu sinni beint að almannavörnum. Aðstandendur dagsins fræða almenning um almannavarnir og er sérstök áhersla lögð á að fjalla um viðbúnað og viðbrögð almennings við náttúruhamförum á borð við jarðskjálfta og óveður. Neyðarlínan fagnar einmitt 20 ára afmæli um þessar mundir en 1. janúar síðastliðinn voru liðin 20 ár síðan samræmda, evrópska neyðarnúmerið var tekið í notkun hér á landi.