Öskudagurinn 2016

Kæru forráðamenn!

Miðvikudaginn 10. febrúar, ÖSKUDAGINN, verður ýmislegt til gamans gert hér í skólanum. Kötturinn sleginn úr tunnunni og dansað örlítið! Að venju verður skóladagurinn  ögn styttri og  lýkur hjá öllum kl. 13.15. Þetta gefur öllum tækifæri til að eiga skemmtilegan dag og ferðast á milli staða og syngja fyrir hina og þessa! 

Kær kveðja !

Starfsmenn Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri.