VEISTU HVAÐ BARNIÐ ÞITT ER AÐ GERA Í FARSÍMANUM SÍNUM?………. EN Í IPADNUM?

               

 

 Í kvöld, fimmtudaginn 27. febrúar kl. 19:30 stendur forvarnarteymi Árborgar, BES og foreldrafélagið fyrir fræðslufyrirlestri um internet- og nýmiðlanotkun  í samstarfi við samtökin SAFT og Heimili og Skóla. Þættir eins og neteinelti, netsamskipti og hinir ýmsu samskiptamiðlar verða skoðaðir ásamt mörgu öðru.  Þennan dag munu nemendur í 6. og 7.bekk fá fræðslu um þessi mál. 

Einnig mun Elís Kjartansson lögreglufulltrúi mæta á fundinn með fræðsluerindi um fíkniefni.  Erindi sitt kallar hann gras og aðrar pælingar.

EKKI láta þetta tækifæri framhjá þér fara…………Við hvetjum ALLA foreldra sem eru með börn á grunnskólaaldri að mæta.

Fundurinn verður í skólanum á Stokkseyri kl.19:30 – 21:30

Kaffi og kex

 

Sjáumst í kvöld  😛