Vasaljósaferð 3. bekkjar

Þriðji bekkur skellti sér í vasaljósaferð fimmtudaginn 17. desember í fyrsta tíma. Nemendum var skipt í 3 hópa, sem fengu það verkefni að halda fund og ákveða nafn á hópinn, hópkall, jólalag til að syngja eftir hverja þraut og velja líka einn ritara og einn til að vera skrifborð. Hóparnir fengu nöfnin Sléttuhundarnir, Snæfinnur og Stjörnuhópur. Hóparnir kepptu í ratleik sem innihélt 10 þrautir og þurfti ritari hvers hóps að skrifa svörin á ákveðið blað. Að loknum ratleik var komið að piparkökustund í rokinu og má glöggt greina stemninguna á meðfylgjandi mynd. Síðan var farið inn í stofu og stigin talin. Leikar fóru þannig að Stjörnuhópur fékk 7 stig og Snæfinnur og Sléttuhundarnir fengu hvorir um sig 6 stig. Allir glaðir og sáttir!

 

Tinna

umsjónarkennari 3. bekkjar