BES tók þátt í Lífshlaupinu
Eins og margir tóku eftir þá tók BES þátt í Lífshlaupinu. Lífshlaupið er eins konar átaksverkefni sem á að hvetja nemendur til þess að hreyfa sig. Verkefnið var í gangi 6.-19. Febrúar síðastliðinn og voru lang flestir nemendur skólans sem tók virkann þátt. Eins og allir vita þá er hreyfing mjög mikilvæg og þess vegna hefur Landlæknir gefið út þessar ráðleggingar.
- Öll börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega. Hreyfingin ætti að vera bæði miðlungserfið* og erfið**. Heilartímanum má skipta upp í nokkur styttri tímabil yfir daginn, t.d. 10-15 mínútur í senn.
- Hreyfingin ætti að vera eins fjölbreytt og mögulegt er til að efla sem flesta þætti hreysti þar á meðal afkastagetu hjarta og æðakerfis, lungna, vöðvastyrk, liðleika, viðbragð og samhæfingu. Kröftug hreyfing sem reynir á beinin er sérstaklega mikilvæg fyrir kynþroska og á kynþroskaskeiði fyrir beinmyndun og beinþéttni.
- Börn og unglingar ættu ekki að verja meira en 2 klukkustundum daglega í tölvuleiki eða aðra afþreyingu sem fram fer á skjá, svo sem við tölvu eða sjónvarp.
Okkur fannst verkefnið takst mjög vel hjá okkur í skólanum en þegar niðustöðurnar voru skoðaðar kom í ljós að það var 2. bekkur sem náði og skrá hlutfallslega flesta daga inn í verkefnið.
Þess má svo geta að starfsfólk skólans tók einnig virkann þátt í Lifshlaupinu.