Föstudaginn 17. desember fara Litlu jól Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri fram. Þau standa frá kl. 9 til kl. 10:30 en vegna samkomutakmarkana vegna Covid 19 fara Litlu jólin á unglingastigi (7. -10. bekkur) fram á Eyrarbakka og yngra stigi á Stokkseyri. Enginn sameiginlegur jóladansleikur fer fram, líkt og tíðkast hefur. Jólahelgileikur í flutningi 4. bekkjar verður sendur út á FB síðu bekkjarins fyrir foreldra og forráðmenn, aðrir bekkir fá að sjá helgileikinn á skjá í stofum. Að loknum Litlu jólum fara nemendur í jólaleyfi. Kennsla hefst á nýju ári þriðjudaginn 4. janúar samkvæmt stundatöflu. Skólabíllinn ekur á Litlu jólin sem hér segir:
Frá skóla á Stokkseyri að skóla á Eyrarbakka | 8:30 | Hringur á Stokkseyri og Eyrarbakka |
Frá skóla á Eyrarbakka að skóla á Stokkseyri | 8:45 | |
Frá skóla á Eyrarbakka að skóla á Stokkseyri | 10:30 | |
Frá skóla á Stokkseyri að skóla á Eyrarbakka | 10:45 | Hringur á Eyrarbakka |
Starfsmenn Barnaskólans vilja þakka nemendum, forráðamönnum og samstarfsaðilum mikið og gott samstarf á árinu sem er að líða og um leið óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Starfsmenn BES