Litlu jól falla niður

Stjórnendur skólans fengu símtal frá Almannavörnum á ellefta tímanum í kvöld þar sem tilkynnt var um smit í nemendahópi Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri. Eftir ráðleggingar frá Almannavörnum ákvað stjórnendateymi skólans að fella niður skólahald á morgun, föstudaginn 17. desember. Það tekur okkur sárt að þurfa að grípa til þessara ráðstafanna en við látum nemendur og starfsfólk njóta vafans með þessari ákvörðun, eins og við höfum gert hingað til í ákvörðunum varðandi C19.

Stjórnendur skólans verða á vaktinni í skólanum frá kl. 7:00 í fyrramálið. Þeir munu hafa samband við aðstandendur og veita nauðsynlegar upplýsingar. Mikilvægt er fyrir nemendur og aðstandendur að fara gætilega næstu dagana og viljum við hvetja forráðamenn að fara með börn sín í sýnatöku ef þau sýna einkenni. Ef í ljós kemur að ykkar börn hafa verið útsett fyrir smiti mun rakningarteymi hafa samband við aðstandendur.

Frístund verður lokuð vegna þessa á morgun.

Þetta er heldur snautlegur endir á skólastarfi ársins og viljum við biðja forráðamenn fyrir kveðjum til nemenda þar sem við ætluðum að kveðja þá fyrir jólaleyfi á morgun.

Okkar allra bestu jólakveðjur með óskum um góða heilsu og farsæld á komandi ári.

Stjórnendur BES