Á dögunum var staða deildarstjóra stoðþjónustu við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri auglýst en Sædís Ósk Harðardóttir hafði gegnt þeirri stöðu. Alls bárust átta umsóknir og eftir ítarlegt ferli atvinnuviðtala var Ragna Berg Gunnarsdóttir ráðin í stöðu deildarstjóra stoðþjónustu við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri. Hún hefur störf sem deildarstjóri 1. júní næstkomandi. Ragna hefur starfað sem kennari við BES frá árinu 2017 og einnig gegnt verkefnastjórnun við skólann.
Ragna er með B.Ed. í kennsluréttindum frá Háskóla í Íslands, MA í mennta- og menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst og diplómur í stjórnun menntastofnanna og opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Hún hefur áralanga reynslu sem kennari og hefur gegnt afleysingum í deildastjórnun við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri.
Um leið og við bjóðum Rögnu velkomna til starfa óskum við henni innilega til hamingju með stöðuna.