Þann 2. apríl var alþjóðlegur dagur barnabókarinnar. Eins og undanfarin 6 ár gaf IBBY á Íslandi ( IBBY er skammstöfun á enska heitinu The International Board on Books for Young People en það eru alþjóðleg samtök) grunnskólanemendum í 1.-10. bekk smásögu af gjöf, ekki er hverjum og einum nemenda færð smásagan heldur var hún lesin upp á Rás 1 þriðjudaginn 5. apríl. Við í 3. og 4. bekk áttum notalega stund á skólasafninu er við hlustuðum á söguna, í ár voru það Marta Hlín Magnadóttir og Birgitta Elín Hassell, höfundar Rökkurhæða bókanna sem sömdu og lásu söguna Andvaka. Nemendur 3. bekkjar vann svo verkefni tengd sögunni sem hægt var að nálgast inn á 123skoli.is.