Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Tveir nemendur úr Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri komnir í úrslit Pangea stærðfræðikeppninnar

By Fríða Rut Stefánsdóttir | 11. apríl 2025

Tveir nemendur í 8. Bekk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri, Jósúa Eldar Ragnarsson og Óskar Atli Örvarsson , hafa unnið sér sæti í úrslitum Pangea stærðfræðikeppninnar 2025. Alls tóku 2.289 nemendur í 8. og 9. bekk þátt í keppninni á landsvísu, en aðeins 50 þeirra komust áfram í úrslit, þar á meðal Jósúa og Óskar. […]

Taflgleði og glæsilegur árangur!

By Fríða Rut Stefánsdóttir | 4. apríl 2025

Það ríkir mikill tafláhugi meðal nemenda í BES og margir efnilegir skákmenn eru þar á ferð. Það sýndi sig vel síðustu daga þegar nemendur tóku þátt í skákmótum af miklum krafti og komu heim með verðlaun og þátttökurétt á Íslandsmóti. Framtíðin er sannarlega björt! Heiðrún kennari fór með hóp nemenda á þrjú skákmót í lok […]

Glitrandi dagur í skólanum ✨🌟

By Fríða Rut Stefánsdóttir | 27. febrúar 2025

Á morgun , föstudaginn 28. febrúar fögnum við Degi einstakra barna með glitrandi degi! 🌟 Við hvetjum nemendur og starfsfólk til að mæta í einhverju glitrandi – hvort sem það eru föt, skart, hárskraut eða einfaldlega gleði og jákvæðni! ✨ Þátttaka er að sjálfsögðu valfrjáls, en við hlökkum til að sjá skólann glitra á þessum […]

Gjöf frá Kvenfélagi Eyrarbakka

By Fríða Rut Stefánsdóttir | 24. febrúar 2025

Kvenfélag Eyrarbakka hefur veitt skólanum rausnarlegan styrk upp á 150.000 krónur til kaupa á nýjum yndislestrarbókum fyrir litla bókasafnið okkar á unglingastigi. Hafdís bókasafnsvörður er þegar farin glugga í bókatíðindi og vafra um netið í leit að spennandi bókum sem höfða til nemenda. Það verður sannarlega gaman þegar nýju bækurnar koma í safnið, því þær […]

Stuðningsyfirlýsing foreldrafélags BES

By Guðrún Björg Aðalsteinssdóttir | 21. febrúar 2025

Stjórn foreldrafélags Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri lýsir hér yfir eindregnum stuðningi við kennara í baráttunni um betri og réttlátari kjör. Sjaldan hefur verið eins mikilvægt að kennarar fái sanngjörn laun og kjör þar sem þeir gegna lykilhlutverki í menntun barna okkar. Laun og kjör kennara eiga að endurspegla þá ábyrgð sem fylgir starfi og […]