Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Ný stjórn foreldrafélags BES hefur hafið störf

By Guðrún Björg Aðalsteinssdóttir | 22. október 2025

Í morgun funduðu fulltrúar nýrrar stjórnar foreldrafélags Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri með stjórnendum skólans. Hlutverk foreldrafélagsins er að styðja við skólastarfið, stuðla að velferð og farsæld nemenda og efla tengsl heimila og skóla. Í nýrri stjórn foreldrafélagsins eru: Edda Bára Höskuldsdóttir, formaður, Hulda Dröfn Jónasdóttir, varaformaður, Sædís Ósk Harðardóttir, gjaldkeri, Áslaug Halla Elvarsdóttir, ritari, […]

Forvarnardagur Árborgar 2025

By Fríða Rut Stefánsdóttir | 20. október 2025

Miðvikudaginn 8. október tóku nemendur í 9. bekk BES þátt í Forvarnardeginum sem haldinn er árlega að frumkvæði forseta Íslands. Markmið dagsins er að vekja athygli á mikilvægum þáttum í forvarnarstarfi sem snúa að ungu fólki og fræða þau um hvernig þau geta hugað að eigin vellíðan. Nemendur fengu kynningu á ýmsu sem tengist forvörnum, […]

Mílan á miðstigi

By Fríða Rut Stefánsdóttir | 15. október 2025

Í haust hófu nemendur í 5.-6. bekk þátttöku í verkefninu Mílan, sem er að skoskri fyrirmynd og þekkt víða um heim undir heitinu The Daily Mile. Um 5.000 skólar um allan heim taka þátt í verkefninu og nú er það komið inn í okkar skólastarf. Hugmyndin er einföld: daglega fara nemendur út í um það […]

Dagur íslenskrar náttúru

By Fríða Rut Stefánsdóttir | 10. október 2025

Dagur íslenskrar náttúru var haldinn hátíðlegur hér í BES þriðjudaginn 16. september. Nemendur í 1.-4. bekk fóru saman í fjöruna á Stokkseyri þar sem þau rannsökuðu lífríkið við sjóinn og nutu útivistar. Nemendur í 5.-6. bekk plöntuðu trjám í Tjarnarskógi á Stokkseyri, og 7.-10. bekkur fór út við Kríu á Eyrarbakka þar sem þau tóku […]

Samhristingur og Ólympíuhlaup í BES

By Fríða Rut Stefánsdóttir | 7. október 2025

Skólastarfið hófst með skemmtilegum samhristingsdegi þar sem allir nemendur 1.–10. bekkjar tóku meðal annars þátt í samvinnuleiknum Indiana Jones. Hlátrasköll heyrðust vítt og breitt um þorpið og var mikið fjör í skólanum. Dagurinn endaði á árlegu Ólympíuhlaupi í blíðskaparveðri. Boðið var upp á 2,5 km hring um hverfið og gátu nemendur gengið, skokkað eða hlaupið […]