Spil vikunnar á unglingastigi
Á aðventunni höfum við verið með spil vikunnar á unglingastigi. Undanfarnar fjórar vikur höfum við kynnt eitt spil í viku sem spilað er með hefðbundnum spilastokk. Fyrstu vikuna var spilað Kings around the corner (Kóngarnir á köntunum), þar á eftir komu Flétta, Rússi og nú síðast Gúrka. Það hefur verið afar ánægjulegt að sjá nemendur grípa í spil í frímínútum. Spilin hafa […]
Jólatónleikar
Miðvikudaginn 10. desember hélt Skólakór BES stórglæsilega jólatónleika í skólahúsnæðinu á Stokkseyri. Þar komu fram bæði yngri og eldri kórinn með nemendum úr 1.–6. bekk og sköpuðu fallega og hátíðlega stemningu. Anna Vala Ólafsdóttir kórstjóri stýrði tónleikunum af mikilli fagmennsku og greinilegt er að hún hefur unnið frábært starf með börnunum í vetur. Innilegar hamingjuóskir […]
Vasaljósaganga 7.-10. bekkjar
Í morgunsárið lögðu nemendur í 7.-10. bekk af stað í hina árlegu vasaljósagöngu frá skólanum á Eyrarbakka yfir í Stokkseyri, þar sem afhjúpun jólagluggans beið þeirra. Gengið var eftir fallegum fjörustígnum sem liggur milli þorpanna, um 5 km leið. Það var einstök stemning í loftinu, sumir gengu af krafti og voru fljótir yfir, á meðan […]
Jólaglugginn opnaður með ljósaferð yfir milli byggðanna
Jólaglugginn var opnaður í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri í morgun. Nemendur frá Eyrarbakka gengu með vasaljós frá Eyrarbakka og svo sungu allir 2 jólalög og glugginn var afhjúpaður.
Jólahefð
Í vikunni þáðu nemendur 10. bekkjar hið árlega boð frá Byggðasafni Árnesinga um að skreyta eftirlíkingu af elsta jólatré landsins í Húsinu á Eyrarbakka. Þessi heimsókn er ein af okkar uppáhalds hefðum í BES. Upprunalega jólatréð, sem er spýtutré frá árinu 1873 úr uppsveitum Árnessýslu, eignaðist safnið árið 1955 og hefur það verið hluti af […]
