Nemendur Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri hafa verið að standa sig með afbrigðum vel á sviði íþróttanna. Fylgjast verður með af athygli til að missa ekki af neinu. Á bikarmóti TKÍ fóru 7 nemendur skólans á verðlaunapall. Þórarinn Helgi í 2. bekk og Sigurgrímur í 5. bekk fengu bronsverðlaun, Gísli Rúnar í 4. bekk og Birgitta í 6. bekk fengu silfurverðlaun og Jón Marteinn í 4. bekk, Nikulás í 6. bekk og Sunna í 9. bekk fengu gullverðlaun. Við óskum við þeim innilega til hamingju með árangurinn!!
Á vormóti Júdósambands Íslands 21. apríl sl. vann Grímur Ívarsson í 8. bekk gullverðlaun og Úlfur Böðvarsson í 7. bekk silfurverðlaun. Þeir tveir kepptu til úrslita og hafði Grímur betur í þeirri viðureign. Þetta er glæsilegur árangur og óskum við þeim til hamingju með árangurinn.