Skólaslit fóru fram á Stað fimmtudaginn 7. júní. Í ávarpi skólastjóra kom m. a. fram að miklar endurbætur eru fyrirhugaðar á skólanum á Eyrarbakka í sumar. Bæta á mötuneytisaðstöðu, mála, skipta um fúna glugga og laga lóð svo eitthvað sé nefnt. Á Stokkseyri fer skólahúsið í útleigu í sumar, en þar verður lóð löguð og girt, einnig stendur til að flytja smíðastofuna inn í gamla skólann. Vetrarstarfið var í heild litríkt og skemmtilegt og ekki féll niður dagur þrátt fyrir vond veður. Nokkrir nemendur fluttu tónlistaratriði og nemandi úr 10. bekk flutti kveðjuræðu fyrir hönd tíundu bekkinga. Allt stefnir í að sama starfsfólk verði við skólann næsta vetur. Fimm nemendum voru veittar viðurkenningar fyrir frábæran árangur.
Ánægjulegt var að sjá hversu margir foreldrar sáu sér fært að vera við skólaslitin og eins og sjá má á myndum var salurinn á Stað þéttsetinn.