Afmælishátíð í tilefni 160 ára afmælis skólans

Fimmtudaginn 25. október verður afmælishátíð í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri. Dagurinn hefst með því að nemendur vinna að lokaundirbúningi fyrir afmælishátíðina sem hefst síðan með formlegri setningu í skólanum á Eyrarbakka kl. 10:05. Nemendur frá Stokkseyri fara með skólabíl á Eyrarbakka kl. 9:45. Eftir að þau hafa skoðað skólann á Eyrarbakka og afmælissýninguna halda þau til baka til Stokkseyrar kl. 11:15. Þá fá þau hádegismat og afmælisköku. Eldri nemendurnir halda síðan til Stokkseyrar kl. 12:00 í mat og afmælisköku. Skóla lýkur síðan hjá öllum nemendum kl. 13:15. Skólahús á Eyrarbakka verður opið fyrir almenning frá kl. 10:05 til 13:30 og á Stokkseyri frá kl. 11:30 til 13:30.

Allir velkomnir.