Allir lesa í BES

Föstudaginn 22. janúar s.l. hófst landsleikurinn Allir lesa. Við í BES höfum skráð bekki og starfsfólk til leiks en leikurinn snýst um að safna mínútum í bókalestri í Þorramánuðinum. Á unglingastigi BES ætlum að mæla lestur bekkja og keppa innbyrðis um hvaða bekkur les mest á meðan átakinu stendur. Við bjóðum nemendum upp á að notfæra sér aðstöðuna í Bakkakoti til lesturs í frímínútum og hádegishléi valda daga vikunnar og hvetjum nemendur til lesturs heima.

Á yngra stigi skólans er mikið lesið og er gaman að segja frá því að nemendur 1.-6. bekkjar fengu lánaðar um 35 bækur síðasta skólaár á mann á meðan meðaltal útlána bóka í hinum grunnskólum Árborgar eru um 17 bækur á mann. Nemendur keppa einnig innbyrðis á yngra stigi en 1.-3. bekkur hafa myndað lið og einnig 4.-6. bekkur. Áfram lestur!