Gjöf frá Foreldrafélaginu BES
Foreldrafélagið BES kom færandi hendi og gaf unglingastiginu glás af spilum sem henta vel til að spila í frímínútum og hádegishléinu. Með þessari frábæru gjöf gefst nemendum tækifæri til að leggja frá sér símana og njóta góðrar samverustundar í spilum og skemmtilegum samskiptum. Við þökkum foreldrafélaginu innilega fyrir þessa kærkomnu viðbót í skólastarfið okkar!
Gjöf frá Foreldrafélaginu BES Read More »