Fríða Rut Stefánsdóttir

Gjöf frá Foreldrafélaginu BES

Foreldrafélagið BES kom færandi hendi og gaf unglingastiginu glás af spilum sem henta vel til að spila í frímínútum og hádegishléinu. Með þessari frábæru gjöf gefst nemendum tækifæri til að leggja frá sér símana og njóta góðrar samverustundar í spilum og skemmtilegum samskiptum. Við þökkum foreldrafélaginu innilega fyrir þessa kærkomnu viðbót í skólastarfið okkar!

Gjöf frá Foreldrafélaginu BES Read More »

Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri í 2. sæti í Svakalegu lestrarkeppni Suðurlands! 📚🎉

Dagana 16. október til 16. nóvember tóku nemendur Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri þátt í Svakalegu lestrarkeppni skólanna á Suðurlandi. Keppnin var hörð, og alls lásu nemendur í þátttökuskólunum sex samanlagt 262.318 blaðsíður á einum mánuði, algjörlega magnað! Skólinn okkar stóð sig frábærlega og endaði í 2. sæti með glæsilegan meðaltalslestur, 312 blaðsíður á hvern

Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri í 2. sæti í Svakalegu lestrarkeppni Suðurlands! 📚🎉 Read More »

Stafrænt uppeldi – Fræðsla fyrir foreldra

Miðvikudaginn 11.desember, kl. 20:00 býður forvarnarteymi Árborgar upp á fræðslu frá Heimili og skóla í Austurrými Vallaskóla. Fræðslan er haldin í framhaldi af fræðslu sem Heimili og skóli eru með dagana 9.-11. desember fyrir börn í 4., 5. og 6. bekk í Sveitarfélaginu Árborg um netöryggi. Í fræðslunni sem er ætluð foreldrum er farið yfir

Stafrænt uppeldi – Fræðsla fyrir foreldra Read More »

Fatasund

Sundkennsla nemenda er nú að ljúka þegar haustfrí hefst, og nemendur fara aftur í sund eftir páska þegar næsta sundnámskeið hefst. Nemendur í 5.-10. bekk enduðu sundnámskeiðið á hápunkti með því að hafa fatasund. Þar fengu nemendur tækifæri til að prófa að synda í venjulegum fötum, eins og peysu og buxum, sem reyndist bæði krefjandi

Fatasund Read More »

Skólasetning Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri

Skólasetning fer fram í húsnæði skólans á Stokkseyri fimmtudaginn 22. ágúst n.k. Eftir stutta samkomu á sal munu nemendur hitta umsjónarkennara. Kl. 09:00 Nemendur í 2.- 6. bekk, f. 2017-2013. Kl. 10:00 Nemendur í 7. -10. bekk, f. 2012-2009. Nemendur og forráðamenn 1. bekkjar (f. 2018) verða boðaðir til viðtals með umsjónarkennara. Að dagskrá lokinni

Skólasetning Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri Read More »

Skólaslit 2024

Fimmtudaginn 6. júní verður Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri slitið. Skólaslitin fara fram í sal skólans á Stokkseyri. Foreldrar, forréðamenn eða aðrir aðstandendur eru velkomnir á skólaslit hvers hóps fyrir sig. Skipulag skólaslita verður eftirfarandi: Kl. 9:00  1. – 6.bekkur. Rúta fer frá skólanum á Eyrarbakka kl. 8:45 á beint á Stokkseyri og kl. 9:30

Skólaslit 2024 Read More »