Guðrún Björg Aðalsteinssdóttir

Börnin í BES héldu upp á baráttudag gegn einelti

Börnin í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri héldu upp á baráttudag gegn einelti 8. nóvember sl. með eftirminnilegum hætti. Yngstu bekkirnir 1.-3. hafa síðustu daga verið að vinna verkefni tengt efninu. Þeim finnst að einelti eigi hvergi rétt á sér, hvorki á vinnustaðnum þeirra, í skólanum,  né annars staðar í samfélaginu. Til að vekja athygli

Börnin í BES héldu upp á baráttudag gegn einelti Read More »

Baráttudagur gegn einelti – 8. nóvember

Þriðjudaginn 8. nóvember er baráttudagur gegn einelti. Þann dag verður grænn dagur í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri og eru allir nemendur sem og starfsmenn hvattir til þess að klæðast einhverju grænu þennan dag. Nemendur í 1.-3. bekk hafa undanfarið unnið að því að útbúa svokallaðar Hamingjukrukkur. Hamingjukrukkurnar hafa verið fylltar með jákvæðum orðum og

Baráttudagur gegn einelti – 8. nóvember Read More »

Vel lukkaðir súputónleikar

Á dögunum fóru fram hinir árlegu súputónleikar BES í samstarfi við Tónlistarskóla Árnesinga. Tónleikarnir voru gríðar vel sóttir og góður rómur gerður að metnaðarfullri dagskrá sem samanstóð af flutningi nemenda BES og aðstandenda þeirra. Hæfileikar flytjenda fara vaxandi með hverju árinu og eru gæðin í sífelldum vexti. Að tónleikum loknum gæddi fólk sér á dásamlegri

Vel lukkaðir súputónleikar Read More »

Súputónleikar BES 30. október

Sunnudaginn 30. október 2016  verða haldnir fjáröflunar- og súputónleikar í sal skólans á Stokkseyri.  Núverandi og fyrrverandi nemendur skólans spila og syngja og einnig eru þarna starfsmenn og foreldrar sem koma fram. Hugmyndin með þessum tónleikum er að safna fyrir tónmenntastofuna okkar. Tónleikarnir hefjast kl. 12.00 og að þeim loknum er boðið upp á súpu og brauð.

Súputónleikar BES 30. október Read More »

Vígsla stígs og haustfrí

Fimmtudaginn 13. október n.k. munu nemendur Barnaskólans vígja nýjan göngu- og hjólreiðastíg milli Stokkseyrar og Eyrarbakka kl. 10:30 við hátíðlega athöfn. Að vígslu lokinni munu nemendur halda upp á viðburðinn með grillveislu og lýkur skólastarfi þann daginn kl. 12:30. Þá tekur við haustfrí sem stendur fram á þriðjudaginn 18. október en þá hefst skólastarf á

Vígsla stígs og haustfrí Read More »