Sæmundur Sykurpúði í 2. bekk

Nemendur í 2. bekk Barnaskólans hafa verðið að semja bekkjarsöng með það markmið að æfa endarím, þroska hljóðvitund og efla bekkjaranda. Hugmyndin kemur frá umsjónarkennara bekkjarins, Gunnari Geir Gunnlaugssyni. Nemendur lögðu til hugmyndir um persónueinkenni, útlit og sögu um atvik sem varð til þess að persónan Sæmundur sykurpúði varð til. Sæmundur sykurpúði er með súkkulaði hanakamb og er í jarðaberjaregnjakka. Nemendur frumfluttu bekkjarsönginn á söngstund í sal við gríðarlega góðar undirtektir. Vel gert Gunnar og 2. bekkur!