Dagur íslenskrar náttúru í Barnaskólanum

Miðvikudaginn 16. september héldu nemendur og starfsmenn Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri dag íslenskrar náttúru hátíðlegan.  Nemendur unglingastigs gróðursettu í skjólbelti norður af Eyrarbakka en Barnaskólinn og Skógræktarfélag Eyrarbakka gerðu samstarfssamning fyrir nokkrum árum síðan og var þessi vinna hluti af þeim samningi. Nemendur yngra stigs settu upp sýningu á vinnu sinni í hönnun og handverki hjá Berglindi handverkskennara með afurðir úr íslenskri náttúru í andyri skólans á Stokkseyri.