Verðlaun og viðurkenningar fyrir sumarlestur

Á dögunum voru þeir nemendur sem tóku þátt í sumarlestri Barnaskólans verðlaunaðir, þátttakendur fengu viðurkenningar og þeir nemendur sem lásu oftast fengu verðlaun. Það er gaman að segja frá því að þátttakan var mjög góð og eru stjórnendur og starfsmenn Barnaskólans stoltir af því að sjá hve vel nemendur og foreldrar skilja mikilvægi sumarlesturs og hafa ánægju af. Eftirtaldir nemendur hlutu verðlaun fyrir glæsilegan árangur:

Kristófer í 2. bekk, Emilý í 3. bekk, Róbert í 4. bekk, Emilía Rún og Kristrún Birta í 5. bekk, Kamilla í 6. bekk og Davíð í 7. bekk.

Vel gert, kæru nemendur!