Vel sóttur og gagnlegur foreldrafundur

Fimmmtudaginn 24. september boðuðu stjórnendur Barnaskólans til fundar með foreldrum og forráðamönnum nemenda úr 7. – 10. bekkjum. Markmiðið með fundinum var að ræða útivistartíma, reiðhjóla- og rafhjólanotkun, samskipti, svefnvenjur, næringu, skólareglur, samfélagsmiðla og áhættuhegðun – svo fátt eitt sé nefnt. Sérstakir gestir fundarins voru tveir lögregluþjónar frá Lögreglunni á Suðurlandi sem sögðu frá því sem efst er á baugi í þeirra störfum og varðar unglingana.  Miklar, góðar og gagnlegar umræður urðu á fundinum sem var vel sóttur og er það ánægjulegt að sjá hve mikil einhugur er í foreldrasamfélaginu að búa unglingunum sem best skilyrði. Stjórnendur og starfsmenn Barnaskólans leggja mikla áherslu á öflugt og gott samstarf við foreldra og forráðamenn og vilja þar af leiðandi hvetja foreldra og forráðamenn til að fjölmenna á aðalfund foreldrafélagsins sem fram fer í sal skólans miðvikudaginn 30. september kl. 20:00.