Fréttir

Gengið gegn einelti í Barnaskólanum

Í dag, fimmtudaginn 8. nóvember eða á alþjóðlegum báráttudegi gegn einelti, gengum við starfsmenn og nemendur barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri Fjörustíginn gegn einelti. Yngra stigið gekk í vesturátt til móts við unglingastigið sem kom gangandi austur og hittust hóparnir á brúnni yfir Hraunsá. Þar fór fram afhending milli vinabekkja á krukkum fullum af jákvæðum, […]

Gengið gegn einelti í Barnaskólanum Read More »

Baráttudagur gegn einelti

Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri heldur á hverju ári baráttudag gegn einelti hátíðlegan. Í ár verður gengið gegn einelti, eftir göngustígnum sem liggur á milli Stokkseyrar og Eyrabakka – Fjörustíg. Umsjónarkennarar hafa útbúið hamingjukrukkur með nemendum með jákvæðum skilaboðum sem vinabekkir skiptast á þegar hóparnir mætast á göngustígnum. Við viljum hvetja alla sem vilja til að takast

Baráttudagur gegn einelti Read More »

Jól í skókassa í BES 2. nóvember

Foreldrafélag Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri stendur fyrir „Jólum í skókassa“ í dag í skólanum á Stokkseyri kl. 17:30 – 19:30. Þar verða settar upp aðstæður til að útbúa gjafir fyrir „Jól í skókassa“. Kaffi og djús í bóði foreldrafélags. Foreldrafélag BES hvetur alla til að koma og taka þátt. Hafið með ykkur tóma skókassa, lím,

Jól í skókassa í BES 2. nóvember Read More »

Nemenda- og foreldraviðtöl 6. nóvember

Kæru foreldrar/forráðamenn. Foreldra- nemendaviðtöl fara fram þriðjudaginn 6. nóvember n.k. í húsnæði skólans á Stokkseyri. Markmiðið með viðtölunum er að ræða líðan og stöðu nemenda í skólanum. Umsjónarkennarar senda út rafræna sjálfsmatskönnun sem við viljum biðja forráðamenn að svara með sínum börnum. Opnað verður fyrir skráningu í foreldraviðtölin á mentor.is kl. 10:00 þriðjudaginn 30. október

Nemenda- og foreldraviðtöl 6. nóvember Read More »

Ensk ljóð flutt á Sólvöllum

Nemendur í 9. og 10. bekk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri  fóru fimmtudaginn 11. október í heimsókn á dvalaheimilið Sólvelli á Eyrarbakka. Tilgangurinn með heimsókninni var að lesa ljóð á ensku og útskýra stuttlega innihald ljóðanna á íslensku. Þarna fengu nemendur þjálfun í framburði og túlkun og einnig í flutningi á ensku. Viðtökurnar voru góðar

Ensk ljóð flutt á Sólvöllum Read More »