Fréttir

Jólaleyfi í Barnaskólanum

Jólamánuðurinn hefur sannarlega verið viðburðarríkur hjá okkur í Barnaskólanum. Við höfum gert okkur glaða daga með söng og samveru, föndri og fínum mat í bland við hlátur og hátíðleika.  Á dögunum opnuðum við jólagluggann við hátíðlega athöfn þar sem við sungum jólahreindýrinu Rúdolf til heiðurs en stafurinn okkar var einmitt stafurinn hans í ár. Við […]

Jólaleyfi í Barnaskólanum Read More »

Jólasöngur á aðventu

Hefð hefur skapast fyrir því að syngja jólin inn í Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri síðustu ár. Nú er starfsliðið þannig mannað að tekist hefur að mynda hljómsveit sem sinnir undirleik í jólasöngnum. Kennarahljómsveitin er skipuð þeim Kolbrúnu Huldu Tryggvadóttur, Rögnu Berg Gunnarsdóttur og Páli Sveinssyni. Hin nýja hljómsveit stóð sig með prýði og var

Jólasöngur á aðventu Read More »

Elsta jólatré landsins skreytt af 10. bekk

Þann 1. desember síðastliðinn þáðu nemendur 10. bekkjar boð frá Byggðarsafni Árnesinga um að skreyta elsta jólatré landsins í Húsinu á Eyrarbakka. Tréð, sem er spýtutré, er frá árinu 1873 er úr uppsveitum Árnessýslu. Byggðarsafnið eignaðist tréð árið 1955 og hefur það verið hluti af jólasýningu Hússins síðustu áratugi. Nemendur skreyttu tréð undir styrkri leiðsögn

Elsta jólatré landsins skreytt af 10. bekk Read More »

„Veggjakrot“ í umsjónarkennslu

Á dögunum prófuðu nemendur 9. bekkjar að æfa sig í að rökstyðja skoðanir sinar með kennsluaðferð sem kallast „veggjarkrot“. Bekknum var skipt í fjóra hópa og voru nokkrar mínútur á hverri stöð þar til á þeirri síðustu en þar las hópurinn sem endaði á þeirri stöð upp rökstuðning þeirra sem höfðu fest hugmyndir sínar á

„Veggjakrot“ í umsjónarkennslu Read More »

Dagur gegn einelti

Miðvikudaginn 15. nóvember fór fram dagur gegn einelti í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri. Nemendur unnu þvert á bekki, skipuðust í blandaða hópa frá 1. -10 bekkjar og unnu að þematengdum verkefnum sem styrkja samtakamátt og hafa mikið og sterkt forvarnargildi gagnvart einelti. Dagurinn tókst afskaplega vel og var gerður góður rómur að vinnunni sem

Dagur gegn einelti Read More »

Fjármálavit í 10. bekk

Á dögunum fengu nemendur í 10. bekk fræðslu frá Fjármálaviti, samtökum fjármálafyrirtæka um fjármál. Síðustu ár höfum við fengið heimsókn frá samtökunum þar sem fræðsla hefur verið veitt ásamt því að veita nemendum innblástur. Námsefnið sem unnið er með er hannað og þróað í samvinnu við kennara og kennaranema. Nánar um fyrirbærið Fjármálavit hér: www.fjarmalavit.is 

Fjármálavit í 10. bekk Read More »

Heimsókn frá Eistlandi

Við í Barnaskólanum fengum góða heimsókn í gær en þá tóku stjórnendur á móti sendinefnd skólafólks frá Eistlandi. Þau voru hingað komin til að kynna sér skólastarf Árborgar sem hefur vakið athygli víða. Fyrst fékk hópurinn ítarlega kynningu frá Fræðslusviði Árborgar í Ráðhúsinu og svo tóku skólaheimsóknir við. Stjórnendur kynntu nefndinni hugmyndafræði og framkvæmd Barnabæjar

Heimsókn frá Eistlandi Read More »