Olladagar
Þriðjudaginn 25. okt. til föstudagsins 28. okt. er Olweusarvika í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri. Verkefni vikunnar er að vinna með einkunnarorð skólans –
Jákvæðni Metnaður Virðing Heiðarleiki
Þriðjudagur
Jákvæðnidagurinn. Bekkurinn ræðir saman um einkunnarorð skólans og fer yfir hvað þau merkja og hvað er hægt að gera til þess að vinna eftir þeim. Fókusinn í dag er á jákvæðni. Tala einnig um hvernig jákvæðni tengjast einelti eða baráttu gegn því.