Yfirlýsing vegna viðurkenninga til nemenda á skólaslitum grunnskóla

Skólastjóri Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri og sviðsstjóri fjölskyldusviðs Sveitarfélagsins Árborgar harma mistök sem urðu við verðlaunaafhendingu á skólaslitum í sveitarfélaginu. Farið verður yfir framkvæmd skólaslita allra grunnskólanna á samstarfsvettvangi skólastjóra og sviðsstjóra með það að markmiði að fyrirbyggja slík mistök í framtíðinni.

Páll Sveinson, skólastjóri

Þorsteinn Hjartarson, sviðsstjóri