Fulltrúar BES á Stóru upplestrarkeppninni

Á dögunum fór fram undankeppni nemenda 7. bekkjar BES fyrir Stóru upplestrarkeppnina sem haldin verður í Grunnskólanum í Hveragerði 10. mars næstkomandi. Nemendur stóðu sig með prýði í upplestri sínum og átti dómnefndin sem skipuð var þeim Magnúsi skólastjóra, Sigríði kennara og Halldóru kennara erfitt verk fyrir höndum að velja okkar fulltrúa. Þeir sem þóttu skara fram úr þetta árið voru þau Iðunn, Erika og Óskar – Petra varamaður. Til hamingju öll!