Góður árangur í Skólahreysti og upplestarkeppninni

Fimmtudaginn 10. mars gerðu nemendur unglingastigs góðar ferðir í Hveragerði og Garðabæ. Þá stóðu nemendur 7. bekkjar sig með prýði í Stóru upplestrarkeppninni og lið BES hafnaði í fjórða sæti í Skólahreysti, einungis tveimur stigum frá verðlaunasæti! Frábær árangur þetta og nemendur til fyrirmyndar í framkomu og fasi hvar sem þeir koma.