Nýjung á skólabókasafni BES

Sú nýbreytni hefur verið tekin upp á skólabókasafni Barnaskólans að nemendur í 6. bekk mæla með bók fyrir nemendur BES.
Í hverri viku eru 2 nemendur úr 6. bekk fengnir til þess að mæla með bók eða bókaflokk sem þeim finnst góður og þess virði
að lesa. Þessi gjörningur hófst í byrjun mars vera í gangi í 6. bekk til skólaloka í vor. Stefnan er svo að halda áfram í haust en þá mun skólabókavörður fá í lið með sér alla nemendur í 1. til 6. bekk og para saman einn úr 1. bekk og einn úr 6. bekk – sem dæmi.
Við þetta má bæta að við fengum bókagjöf að launum fyrir 1. sætið í allirlesa.isÞar sem við, miðstig og yngsta stig, vorum lang, lang best að sögn umsjónarmanna allirlesa.is fengu allir í miðstiginu viðurkenningu og við fengum líka bréf frá allirlesa.is – nánar um það síðar.
 
Hafdís Sigurjónsdóttir,
skólabókavörður BES