Nú í haust hóf teymi starfsmanna BES undirbúningsvinnu við innleiðingu heilsueflingar í skólann. Heilsueflandi grunnskóli er verkefni sem Landlæknisembættið stendur fyrir og tugir íslenskra grunn- og framhaldsskóla starfa samkvæmt. Heilsueflingarteymið vinnur að greiningarferli nú á haustönn og kynnig í kjölfarið hvernig BES mun vinna enn frekar að heilsueflingu í framtíðinni.
Starfsmannahópurinn og nemendur eru sífellt að hugsa um heilsuna og er mataræði einn af átta þáttum sem heilsueflandi grunnskóli vinnur með. Starfsmenn mötuneytis BES eru duglegir að bera grænmeti fram með matseðli og hefur orðið aukning í neyslu grænmetis og ávaxta síðustu misseri. Á meðfylgjandi mynd má sá Söru Seeliger, starfsmann mötuneytis, bjóða nemendum og starfsfólki af salatbarnum.