Heimsókn á leikskólana

Nemendur í 1. bekk fara í leikskólaheimsókn fimmtudaginn 20. nóvember kl. 8:15 – 10:30. Börnin eiga að mæta í leikskólann sinn þennan morgun. Börn sem voru á Æskukoti mæta þangað og börn sem voru á Brimveri mæta þangað. Starfsmaður fer með börnunum á báða staðina, börnin borða morgunmat í leikskólanum. Eftir heimsóknina förum við í skólann og klárum skóladaginn þar. Þetta er hluti af samstarfi milli leikskólana og grunnskólans.

 

Bestu kveðjur,

Gunnhildur Gestsdóttir grunnskólakennari