Heitavatnslaust frá kl. 9:00 í dag

Kæru forráðamenn.

Upplýsingar voru að berast skólanum þess efnis að heita vatnið verði tekið af Eyrarbakka og Stokkseyri kl. 9:00, heitavatnslaust verður fram eftir degi. Þetta þýðir að við getum ekki haldið úti skólastarfi í dag og förum við þ.a.l. í eftirtaldar aðgerðir:

 

  1. Nemendur í íþróttum á unglingastigi (8:15-9:35) komast ekki í sturtu og fara beint heim og í skólabíl, fyrst í skólann  á Eyrarbakka og svo heimferð á Stokkseyri kl. 9:45. Kennslu á unglingastigi lýkur því kl. 9:35.
  2. Kennslu á yngra stigi lýkur 10:30 og fer skólabíll frá Stokkseyri á Eyrarbakka kl. 10:30.
  3. Við erum að hringja í alla forráðamenn á  yngra stigi og tilkynna þeim stöðuna.
  4. Tölvupóstur verður sendur á alla forráðamenn, upplýsingar settar á heimasíðu og FB síðu skólans.

Starfsmenn skólans vinna heima í dag, starfsfólk verður í tölvu- og símasambandi.  Við biðjumst velvirðingar á þessu og hve stuttur fyrirvarinn er.

Nánari upplýsingar veita stjórnendur.