Jólaskemmtun 20. desember

Kæru foreldrar/forráðamenn

 Skólastarfi fyrir jól lýkur að venju með jólaskemmtun sem haldin verður á  Stokkseyri 20. desember. Nemendur mæta til skóla klukkan 09.00. Dagurinn hefst á hátíðarstund í stofum með umsjónarkennara.

Skólabíll fer frá Stokkseyrir kl. 8:30 og frá Eyrarbakka kl. 8:45

Í skólastofunni skiptast börnin á jólagjöfum (lítilli vinargjöf)  og þurfa því allir að leggja til einn lítinn jólapakka. Jólagjöfin má ekki kosta meira en kr. 700,-.

Eftir stofujól verður nemendum á Eyrarbakka ekið á Stokkseyri  og verða þeir komnir þangað kl. 10.00  Foreldrar velkomnir og hvattir til að mæta og taka þátt í dansinum kringum jólatréð!.

 Dagskrá jólaskemmtunar:

  1. Skólastjóri setur jólaskemmtunina
  2. Jólahugvekja.
  3. Helgileikur 4. bekkur flytur
  4. Yngri kór syngur eitt jólalag.
  5. Eldri kór syngur eitt jólalag.
  6. Dansað kringum jólatréð
  7. Hópsöngur  Heims um ból

 Áætluð heimkoma eftir jólaskemmtun er kl. 11:00

Skólahald hefst að nýju  mánudaginn 6. janúar 2014 samkvæmt stundaskrá.

Skólavistin  opnar  strax að lokinni jólaskemmtun. Skólavistin verður opin eftirtalda daga:

20. og 23. des frá 08.00 – 17.00

27. og 30. des frá 08.00 – 17.00

2. og 3. jan frá kl. 08.00 – 17.00

Þeir sem að ætla að nýta sér skólavistina þessa daga hafi samband við skólavist og skrái hvaða daga fólk ætlar að nýta sér og hve lengi á hverjum degi.

Á litlu jólunum verður allur óskilafatnaður lagður fram og biðjum við foreldra að fara vel yfir hann og taka föt barna sinna. Föt sem ekki er vitjað um verða send í Rauða Krossinn.

 Með jólakveðju!  Starfsfólk Barnaskólans