Hefð hefur skapast fyrir því að syngja jólin inn í Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri síðustu ár. Nú er starfsliðið þannig mannað að tekist hefur að mynda hljómsveit sem sinnir undirleik í jólasöngnum. Kennarahljómsveitin er skipuð þeim Kolbrúnu Huldu Tryggvadóttur, Rögnu Berg Gunnarsdóttur og Páli Sveinssyni. Hin nýja hljómsveit stóð sig með prýði og var jólasöngur nemenda yngra stigs glæsilegur þegar nemendur og starfsmenn komu saman á sal síðastliðinn þriðjudag.