Ljóðalestur á ensku

Nemendur í 9. og 10. bekk skólans hafa á síðustu vikum verið að semja ljóð undir þemanu Vision í enskutímum hjá Halldóru Björk. Í dag fluttu nemendurnir ljóðin sín fyrir kennara og ýmist skólastjóra eða aðstoðarskólastjóra. Þetta verkefni gekk mjög vel, krafðist mikilla pælinga en afraksturinn var aðdáunarverður. Nemendur voru metnir útfrá frásagnarhæfileikum og skemmst frá því að segja að þeim fórst þetta vel úr hendi.