Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar í Árborg var haldin í Vallaskóla þriðjudaginn 13. mars síðastliðinn.
Lokakeppnin er samstarfsverkefni grunnskólanna og Skólaþjónustu Árborgar og hefur undirbúningur staðið yfir frá Degi íslenskrar tungu 16. nóvember sl.
Á undirbúningstímabilinu fá allir nemendur 7. bekkja grunnskóla sveitarfélagsins þjálfun í vönduðum upplestri
Í hverjum skóla fór fram undankeppni og eru það sigurvegarar hennar sem taka þátt í stóru upplestrarkeppninni. Að þessu sinni voru keppendur 10 talsins.
Stóra upplestrarkeppnin fór þannig fram að keppendur lásu þrisvar sinnum, í fyrstu umferð var lesið textabrot úr bókinni Hetja eftir Björk Jakobsdóttur, næst voru lesin valin ljóð eftir Braga Valdimar Skúlason og í þriðju umferð lásu nemendur ljóð sem þau völdu sjálf.
Ítarlegri frétt eins og birt er á vef Árborgar má finna hér.