Nemenda- og foreldraviðtöl 4. september

Kæru foreldrar/forráðmenn. 

 

Föstudaginn 4. september næstkomandi var fyrirhugað Kennaraþing Suðurlands en nú hefur það þing verið blásið af vegna fjöldatakmarkanna sem eru í gildi vegna Covid-19. Dagurinn var skráður sem leyfisdagur nemenda á skóladagatali. Vegna þessa svigrúms sem skapast hefur í skóladagatalinu langar okkur í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri að nota tækifærið og efla samstarf heimila og skólans. Því hefur sú ákvörðun verið tekin að dagurinn verði notaður í nemenda og foreldraviðtölSlík viðtöl eru einnig skráð á skóladagatalið 3. nóvember, þar sem líðan er til umræðu og 5. febrúar, þar sem námsárangur er ræddur. 

Markmiðið með því að bæta við foreldraviðtölum í upphafi skólaárs er að umsjónarkennari kynnist nemendum og aðstandendum betur, geti kynnt sig og skólastarfið framundan og ræði við nemandann um markmiðasetningu út frá námsmati síðastliðins vors. Einnig skapast tækifæri til umræðu um hvernig nám í skugga Covid-19 hefur gengið hjá nemendum. 

Þar sem takmarkanir um fjölda eru í gildi nú í upphafi skólaárs munum við ekki halda árlegar skólavökur og námskynningar fyrir foreldra og forráðamenn og er viðtölunum ætlað að hluta til að bæta upp fyrir það. Umsjónarkennarar Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri munu hafa samband eftir næstu helgi við foreldra og bóka viðtalstíma. Þeim foreldrum og forráðamönnum sem ekki hafa tök á að mæta með sínu barni föstudaginn 4. september n.k. verður gefinn kostur á viðtali með fjarfundabúnaði eða viðtali á öðrum tíma. 

Það von okkar stjórnenda við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri að foreldrasamfélagið taki vel í þessa nýbreytni og sé sammála þeirri sýn að öflugt samstarf skólans og heimila sé lykill að farsælu skólastarfi. Nánari upplýsingar veita stjórnendur. 

 

Páll Sveinsson 

Skólastjóri Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri