Nemendur 4. bekkjar fóru á sinfónutónleika hjá Sinfóníuhljómsveit Suðurlands á dögunum ásamt öðrum nemendum 4. bekkjar í Árborg. Þar hlýddu nemendur á hljóðfærakynningu, verk úr bíómyndunum um James Bond og svo aðalverk dagsins, Lykillinn eftir Tryggva M. Balvinsson og Sveinbjörn I. Baldvinsson. Friðrik Erlingson var sögumaður og lifðu nemendur sig inn í frábæran flutninginn.